D.1.4.

Aukin áhersla á miðlun og samstarf

Þekking á áhrifum loftslagsbreytinga og aðlögunaraðgerðum er oft dreifð, brotakennd og erfitt að miðla milli hagaðila. Vöntun er á vettvangi þar sem mismunandi greinar, stjórnsýslustig og samfélög geta lært hvert af öðru, miðlað reynslu og eflt getu sína sameiginlega. Þekkingarrof milli vísindasamfélagsins og stefnumótenda dregur úr áhrifum rannsókna og hamlar markvissri innleiðingu aðlögunaraðgerða. Hafa ber í huga að aðlögun er staðbundin í eðli sínu, en margar áskoranir eru sameiginlegar og krefjast samvinnu þvert á geira og landshluta.

Að efla sameiginlega þekkingargrunn og ræða og meta árangur aðlögunaraðgerða með reglulegum ráðstefnum, málstofum eða fundum sem miða að því að tengja saman vísindi, stefnumótun og framkvæmd, miðla reynslu og lærdómi milli sveitarfélaga, stofnana, fræðasamfélags og annarra hagaðila, skapa vettvang fyrir gagnvirka umræðu og sameiginlega mótun lausna, og kynna nýjar aðferðir, verkfæri og rannsóknarniðurstöður sem styðja við ákvarðanatöku og stefnumótun. Á þennan hátt er stuðlað að aukinni hæfni, upplýsingamiðlun og samstarfi sem styrkir samfélagslegan viðnámsþrótt og eykur áhrif aðlögunarstarfs á landsvísu.

Verkþættir

Verkþættirnir hér að neðan útskýra helstu verkefni og skref sem mynda framkvæmd aðgerðanna.
  • Greining: Taka saman stöðu þekkingar innan hagaðila á áhrifumloftslagsbreytinga og mögulegum aðlögunaraðgerðum í þeirra nærumhverfi, eneinnig þekkingu á stjórnskipan í kringum náttúruvá, t.a.m. skipulagi,byggðaþróun, hættumati og skyldum opinberra stofnana, starfsmanna og fulltrúa íþví sambandi.
  • Efni til miðlunar og verkfæri: Endurskoðun á efni og verkfærum/aðferðum til miðlunar í takti viðniðurstöður greiningarvinnu.
  • Samskiptaáætlun: Gerð áætlunar til fjögurra ára með markmiðum miðlunar og samskiptameðal hagaðila innan ársfjórðunga. Nánari áætlun fyrir hvert ár í senn.
  • Mæling á árangri og endurskoðunaðferða/áætlana: Greina árangur af miðlun ogupplýsingagjöf út frá skilgreindum markmiðum

Almennt hvað þessa verkþætti varðar skal reynaeftir fremsta megni að nýta kannanir, verkfæri, efni og miðlunarleiðir semþegar eru til staðar eða nýttar. Þetta á t.d. við um reglulega fundi meðalhagaðila. Þó skal bent á að minni málstofur með skýran fókus á nærumhverfi erulíklegri til að skila árangri hvað varðar aukið þekkingarstig og aukið virði íþeim upplýsingum og leiðbeiningum sem miðlað er.

Upplýsingar

Ábyrgðaraðili
Umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneyti
Framkvæmd
Veðurstofa Íslands
Upphaf / Endir
2025
2029
Áætlaður kostnaður
20 m. kr á ári
Staða aðgerðar
Í útfærslu