D.1.1.

Efling loftslagsþjónustu hjá Veðurstofu Íslands

Til að tryggja skilvirka og samhæfða framkvæmd, eftirfylgni og utanumhald er brýnt að skilgreina loftslagsþjónustu skýrar í lögum, regluverki og stefnugögnum stjórnvalda. Slík skilgreining ætti að tilgreina hlutverk og ábyrgð Veðurstofu Íslands og þá sérstaklega miðlunar- og þjónustuhlutverk skrifstofu loftslagsþjónustu og aðlögunar.

Snar þáttur í efldri loftslagsþjónustu er að tryggja aðgengilegar upplýsingar um áhrif loftslagsbreytinga á Íslandi.

Verkþættir

Verkþættirnir hér að neðan útskýra helstu verkefni og skref sem mynda framkvæmd aðgerðanna.
  • Skilgreinaloftslagsþjónustu í lögum og reglugerð ásamt hlutverki Veðurstofu Íslands ogannarra viðeigandi stofnana.
  • Þarfagreining vegnaefldrar loftslagsþjónustu.
  • Þróa efni á vefVeðurstofunnar vegna loftslagsþjónustu og aðlögunar.
  • Samráð viðviðeigandi hagaðila um eflda loftslagsþjónustu og efni á vef.

Upplýsingar

Ábyrgðaraðili
Umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneyti
Framkvæmd
Veðurstofa Íslands
Upphaf / Endir
2025
2027
Áætlaður kostnaður
Innan ramma fjárlaga
Staða aðgerðar
Í framkvæmd