C.4.4.

Viðkvæmni, loftslagsáhætta og aðlögun menningarminja að loftslagsbreytingum

Vinna þarf viðkvæmni- og áhættumat vegna menningarminja á Íslandi. Áhrif loftslagsbreytinga ógna fornleifum og byggingararfi á Íslandi. Afla þarf aukinnar þekkingar um áhrif tiltekinna loftslagssviðsmynda á fornleifar og byggingararf í landinu svo unnt sé að bregðast við á réttan hátt.

Greina skal viðkvæmni og áhættu skrásettra minja vegna áhrifa loftslagsbreytinga og bæta verklag við skráningu fornleifa og byggingararfs þannig að tekið sé til loftslagssviðsmynda. Gæta þarf þess að upplýsingar sem safnast við skráningu séu færðar inn í landfræðilegan gagnagrunn og þær settar í samhengi við það hvernig umhverfisþættir geti breyst vegna loftslagsbreytinga. Á þeim grunni er hægt að vinna varðveislumat, forgangsraða og taka upplýstar ákvarðanir um möguleika til þess að aðlaga minjar að þeirri loftslagsáhættu sem finna má á hverjum stað.

Aðalflokkar

Verkþættir

Verkþættirnir hér að neðan útskýra helstu verkefni og skref sem mynda framkvæmd aðgerðanna.
  • Greining á viðkvæmni valinna flokkamenningarminja á Íslandi sem undirbúningur fyrir þróun almenns viðkvæmni- ogáhættumats fyrir minjar.
  • Skilgreina lykilstaði til frekarigreiningar út frá loftslagssviðsmyndum.
  • Vinna mismunandi tegundiraðlögunarkosta fyrir ólíka flokka minja og ólík áhrif loftslagsbreytinga ísamstarfi við viðeigandi hagaðila.
  • Bæta þekkingu á ástandi valinna,viðkvæmra minjaflokka og rannsaka minjar í mestri hættu vegna loftslagsvár.
  • Þróa bætt verklag, sem viðheldur upprunaleikamenningarminja, við aðlögun valinna minjaflokka að breyttu loftslagi

Upplýsingar

Ábyrgðaraðili
Umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneyti
Framkvæmd
Minjastofnun Íslands
Upphaf / Endir
2026
2030
Áætlaður kostnaður
30. m. kr.
Staða aðgerðar
Í útfærslu