C.3.3.

Athugun á áhrifum loftslagsbreytinga á aðgerðum sem settar verða fram í næstu vatnaáætlun fyrir Ísland (2028–2033)

Við gerð næstu vatnaáætlunar fyrir Ísland (2028–2033) verður hver aðgerð metin m.t.t. loftslagsbreytinga. Tryggja þarf að aðgerðirnar sem settar verða fram auki ekki losun gróðurhúsalofttegunda og að þær séu þannig úr garði gerðar að þær geti aðlagast loftslagsbreytingum. Fráveita er eitt dæmi um svið þar sem slíkt mat skiptir miklu máli:

Þegar framkvæmd er athugun á áhrifum loftslagsbreytinga á aðgerðir skal: 1. Taka mið af líklegum áhrifum loftslagsbreytinga þegar aðgerðir eru skipulagðar og meta hvort þær verði áfram árangursríkar við breyttar aðstæður. 2. Velja aðgerðir sem eru sveigjanlegar og byggja á framtíðarsviðsmyndum um álag og losun gróðurhúsalofttegunda. 3. Tryggja að valdar aðgerðir séu sjálfbærar, henti sem flestum samstarfsaðilum og hafi sem minnst neikvæð umhverfisáhrif, s.s. hvað varðar aukna losun gróðurhúsalofttegunda. Aðeins skulu innleiddar aðgerðir sem geta staðist áhrif loftslagsbreytinga og valda ekki aukinni losun. Aðgerðin tekur mið af nýrri tilskipun ESB um hreinsun fráveituvatns og þeim aðlögunarkröfum og fjárfestingum sem henni fylgja. Hún mun einnig nýta tækifæri tengd hringrásarhagkerfinu, s.s. nýtingu seyru til lífgasframleiðslu, kolefnisbindingar og jarðvegsbóta.

Verkþættir

Verkþættirnir hér að neðan útskýra helstu verkefni og skref sem mynda framkvæmd aðgerðanna.
  • Tryggja þátttöku viðeigandisérfræðinga við gerð nýrrar vatnaáætlunar.
  • Útfæra lykilmatsþætti til að komaí veg fyrir að aðgerðir í mótun valdi slæmri aðlögun (e. maladaptation).

Upplýsingar

Ábyrgðaraðili
Umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneyti
Framkvæmd
Umhverfis- og orkustofnun, Veðurstofa Íslands
Upphaf / Endir
2026
2028
Áætlaður kostnaður
Innan ramma
Staða aðgerðar
Fyrirhugað