C.3.2.

Stefnumótun og regluverk um náttúrumiðaðar lausnir í fráveitu

Náttúrumiðaðar lausnir í fráveitu geta dregið úr álagi á fráveitukerfi, aukið vatnsheldni, bætt þjónustu vistkerfa í þéttbýli og aukið lífsgæði íbúa. Aðgerðin miðar að því að vinna að stefnumótun og innleiðingu hennar.

Aðgerðin hefur ríka tengingu við vatnaáætlun og Icewater-verkefnið um innleiðingu hennar sem leggur áherslu á náttúrumiðaðar lausnir og þar eru mörg samstarfsverkefni með sveitarfélögum og hagaðilum í þróun. Mikilvægt er að tryggja samhæfingu við þá vinnu og önnur sambærileg verkefni, m.a. við skipulags- og byggingaryfirvöld, svo að stefnumótun og reglur verði byggðar á bestu þekkingu og reynslu.

Verkþættir

Verkþættirnir hér að neðan útskýra helstu verkefni og skref sem mynda framkvæmd aðgerðanna.
  • Að móta stefnu um notkunnáttúrumiðaðra lausna sem hluta af fráveitulausnum og stýringu ofanvatns.
  • Að móta regluverk sem styður viðstefnumótunina með skýrum kröfum og viðmiðum sem sveitarfélög og hönnuðir getafylgt.
  • Að setja fram leiðbeiningar ogstaðla sem auðvelda framkvæmd og tryggja samræmda innleiðingu.

Upplýsingar

Ábyrgðaraðili
Umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneyti
Framkvæmd
Umhverfis- og orkustofnun
Upphaf / Endir
2026
2028
Áætlaður kostnaður
Liggur ekki fyrir
Staða aðgerðar
Fyrirhugað