C.3.1.

Áhættugreining vegna hækkunar sjávarstöðu og aukinnar úrkomuákefðar á fráveitukerfi þéttbýla og framsetning aðgerðalista vegna nauðsynlegra viðbragða

Ný tilskipun Evrópusambandsins um hreinsun fráveituvatns í þéttbýli mun krefjast verulegra fjárfestinga hér á landi á næstu árum. Tilskipunin felur í sér auknar kröfur um hreinsun á fráveituvatni, meðhöndlun seyru og bætta hreinsun ofanvatns, auk þess að draga úr losun á yfirfalli og tryggja að bæði skólp og ofanvatn sé hreinsað áður en það berst í viðtaka. Einnig eru sett fram ákvæði um gerð samþættra áætlana um meðhöndlun frárennslis (hreinsun skólps og ofanvatns) í þéttbýli, fyrir þéttbýli sem losa yfir 100.000 persónueiningar af skólpi

Sú stærðarafmörkun á í dag við um höfuðborgarsvæðið. Auk þess er krafist greiningar á þörf fyrir slíkar áætlanir fyrir þéttbýli sem losa 10.000–100.000 persónueiningar, en þau þéttbýli eru níu talsins á Íslandi. Á sama tíma eykst hætta á flóðum og yfirfullum fráveitukerfum vegna hækkandi sjávarstöðu og aukinnar úrkomuákefðar. Loftslagsbreytingar hafa þegar áhrif á fráveitukerfi og stýringu ofanvatns í mörgum sveitarfélögum, þar sem gömul kerfi standast ekki núverandi áskoranir. Þörf er á samræmdri greiningu á áhrifum loftslagsbreytinga á fráveitukerfi þéttbýla til að draga úr hættu á flóðum, mengun og skemmdum á innviðum.

Verkþættir

Verkþættirnir hér að neðan útskýra helstu verkefni og skref sem mynda framkvæmd aðgerðanna.
  • Að kortleggja viðkvæmni- og áhættumatfráveitukerfa gagnvart breytingum í úrkomumynstri og sjávarstöðu, móta tillögurað forgangsröðun viðbragða og fjárfestinga og leggja fram lista aðgerða fyrirsveitarfélög og ríki.
  • Að skoða hvort innleiðing áflóðatilskipun ESB (2007/60/ESB) geti styrkt ramma um áhættumat, vöktun ogaðgang að leiðbeiningum og stuðningi frá ESB og EFTA varðandi slík mál.

Upplýsingar

Ábyrgðaraðili
Umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneyti
Framkvæmd
Umhverfis- og orkustofnun
Upphaf / Endir
2026
2029
Áætlaður kostnaður
10-15 m.kr.
Staða aðgerðar
Í útfærslu