C.2.2.

Aukin sjálfbærni og lágmörkun umhverfisáhrifa við uppbyggingu flutnings- og dreifikerfis raforku

Loftslagsbreytingar kalla á ör orkuskipti sem fela í sér aukna eftirspurn eftir raforku á næstu árum með áhrifum á dreifingu eftirspurnar. Við langtímaáætlanagerð er unnið að því að mæta þessari auknu eftirspurn sem er tilkomin vegna rafvæðingar samfélags og atvinnulífs í dreifbýli.

Uppbygging flutnings- og dreifikerfisins er skipulögð með áherslu á lágmörkun umhverfisáhrifa, þar á meðal aukinni notkun jarðstrengja og kerfishönnun sem gerir ráð fyrir breytingum í orkunotkun og nýrri tækni í orkugeymslu.

Aðalflokkar

Verkþættir

Verkþættirnir hér að neðan útskýra helstu verkefni og skref sem mynda framkvæmd aðgerðanna.
  • Auka vægi sjálfbærni oglágmörkunar umhverfisþátta enn frekar í langtímaáætlunum Landsnets og RARIK.  
  •  Auka áherslu á sveigjanlegt kerfisem getur mætt breytingum í notkun og aukinni áherslu á upptöku nýrrarorkutækni. 

Upplýsingar

Ábyrgðaraðili
Umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneyti
Framkvæmd
Landsnet
Upphaf / Endir
2025
2030
Áætlaður kostnaður
Liggur ekki fyrir
Staða aðgerðar
Fyrirhugað