C.2.1.

Aukið áfalla- og loftslagsþol flutningskerfis raforku

Loftslagsbreytingar geta haft mikil áhrif á flutningskerfi raforku, t.a.m. með aukinni ísingu, seltuálagi, vindálagi, snjóþyngslum og ofanflóðum. Mögulegar afleiðingar geta verið styttri endingartími jarðstrengja vegna þurrka, tjón á mannvirkjum vegna aurskriða og annarra ofanflóða og skemmdir á undirstöðum flutningsvirkja vegna breytinga á rofi.

Nú þegar er tekið tillit til hugsanlegra afleiðinga hækkunar sjávarmáls þegar flutningsleiðir eru afmarkaðar í flutningskerfinu. Ástæða er til að auka enn frekar á skipulagningu flutningskerfisins með þessa áhættuþætti í huga.

Aðalflokkar

Verkþættir

Verkþættirnir hér að neðan útskýra helstu verkefni og skref sem mynda framkvæmd aðgerðanna.
  • Auka vægi loftslagsþols kerfisinsí kerfisáætlun Landsnets. 
  • Greina með hvaða hættiofangreindir þættir hafa nú þegar haft neikvæð áhrif á loftslagsþolflutningskerfis raforku. 
  • Finna leiðir til að aukasjálfbærni og lágmarka umhverfisáhrif af uppbyggingu flutningskerfis raforku. 
  • Þróa leiðir til að hanna kerfi semeykur sveigjanleika í rekstri til að mæta áföllum tengdum loftslagsbreytingum. 

Upplýsingar

Ábyrgðaraðili
Umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneyti
Framkvæmd
Landsnet
Upphaf / Endir
2025
2030
Áætlaður kostnaður
Liggur ekki fyrir
Staða aðgerðar
Fyrirhugað