C.1.4.

Endurskoðun viðhalds og þjónustu vegakerfisins m.t.t. loftslagsáhrifa

Bregðast þarf við mögulegum breytingum í viðhaldi og þjónustu sökum breytinga og aukinna sveiflna í veðurfari.

Búast má t.d. við því að frost- og þíðuferlar verði algengari sem leiða til aukins niðurbrots vega auk breytinga á umfangi vetrarþjónustu, breytingar á úrkomuákefð og flóðum, breytingar á árvegum og breytingar á hviðum og vindafari í tengslum við hörfun jökla. Margar þessara breytinga eru hægfara og hægt að aðlaga verklag og viðbragð á vettvangi jafnóðum en nauðsynlegt er að auka við skráningar til að hægt sé að meta áhrif til framtíðar og uppfæra hönnunarkröfur á grundvelli raungagna og skráninga.

Aðalflokkar

Verkþættir

Verkþættirnir hér að neðan útskýra helstu verkefni og skref sem mynda framkvæmd aðgerðanna.
  • Innleiða og þróa verklag viðvettvangsskráningarkerfi til að fá yfirlit yfir atburði sem rekja má tilloftslagstengdra atburða eða loftslagsbreytinga. Vettvangsskráningarkerfið erfyrst og fremst til að forgangsraða viðbragði á vettvangi en tryggja þarf aðskráningar á skemmdum vegna mismunandi tegunda atburða, t.d. flóða í ám ogsjávarflóða, skriðufalla eða ofanflóða, ofsaveðurs og gróðurelda,  séumerktar svo hægt sé að búa til gagnaseríur sem sýna breytingar til lengritíma. 
  • Frekari greiningar vegna ofangreindra þátta, t.d. hviðu- og vindagreiningar á áhættusvæðum undirhörfandi jöklum og greining á flóðahættu úr jaðarlónum, vatnaskemmdir á ræsumo.fl. 
  • Nýta rannsóknir og gögn semsafnast í vettvangsskráningarkerfi til að uppfæra hönnunarforsendur og gátlistanýrra mannvirkja og verklýsingar sem tengjast viðhaldi og þjónustu. 

Upplýsingar

Ábyrgðaraðili
Innviðaráðuneyti
Framkvæmd
Vegagerðin
Upphaf / Endir
2026
2029
Áætlaður kostnaður
Innan ramma fjárlaga.
Staða aðgerðar
Í framkvæmd