C.1.3.

Verklag og gátlistar fyrir hönnun samgöngumannvirkja m.t.t. loftslagsbreytinga

Vegagerðin tekur nú þegar inn áhrif loftslagsbreytinga í hönnun nýrra samgöngumannvirkja, m.a. breytt hönnunarflóð fyrir brýr og sjávarstöðuhækkanir á strandsvæðum. Töluverð óvissa er um staðbundin áhrif loftslagsbreytinga og því mikilvægt að verklag þróist með bættum upplýsingum og aukinni þekkingu.

Sérstök áskorun er samgöngumannvirki sem hönnuð eru til langs tíma, t.d. brýr með 100 ára hönnunarlíftíma, en óvissa um áhrif loftslagsbreytinga eykst því fjær í tíma sem horft er. Nauðsynlegt er að til sé skýrt verklag sem styður við rökstudda ákvarðanatöku um hvort mögulegur viðbótarkostnaður vegna dýrari hönnunar og byggingar mannvirkis skili árangri, skv. kostnaðarhlið. Einnig þarf að fylgjast með og þróa nýjar lausnir í hönnun sem auðvelda viðbragð og breytingar á mannvirkjum ef bregðast þarf við loftslagsáhættu.

Aðalflokkar

Verkþættir

Verkþættirnir hér að neðan útskýra helstu verkefni og skref sem mynda framkvæmd aðgerðanna.

·      Þróun verklags og gátlista fyrirhönnun samgöngumannvirkja sem taka mið af loftslagsþáttum. Tryggja þarfuppfærslu í takt við bætta þekkingu.

·      Þróun verklags m.t.t.kostnaðarhliða, þ.e. mat á óvissu og kostnaði við að bregðast við í hönnunvegna loftslagsbreytinga til móts við möguleg áhrif og líkur á þeim.

Upplýsingar

Ábyrgðaraðili
Innviðaráðuneyti
Framkvæmd
Innviðaráðuneytið, Vegagerðin
Upphaf / Endir
2025
2029
Áætlaður kostnaður
Innan ramma fjárlaga.
Staða aðgerðar
Í framkvæmd