C.1.1.

Auka seiglu og viðnámsþrótt vegakerfisins m.t.t. loftslagsbreytinga

Kortleggja þyrfti viðnámsþrótt eða seiglu vegakerfisins m.t.t. loftslagsbreytinga til að hægt sé að meta forgangsröðun aðgerða til að styrkja samgöngur og takmarka líkur á samgöngurofi.

Aðgerðin er grundvallarforsenda þess að hægt sé að bregðast við í tíma, áður en fyrirséðar loftslagsbreytingar valda alvarlegum röskunum. Þróun á aðferðafræði við kortlagninguna er hafin innan Vegagerðarinnar með tilraunaverkefni og verður hægt að byggja á niðurstöðum þess verkefnis fyrir heildarkortlagningu áhættustaða. Mikilvægt er að kortleggja hvar váin er mest til að hægt sé að forgangsraða mögulegum aðgerðum til að draga úr líkum á samgöngutruflunum.

Aðalflokkar

Verkþættir

Verkþættirnir hér að neðan útskýra helstu verkefni og skref sem mynda framkvæmd aðgerðanna.
  • Kortleggja staði og mannvirki í samgöngukerfinu sem eru sérlega viðkvæm fyrir áhrifum og afleiðingum loftslagsbreytinga þar sem samþættuð eru inn m.a. gögn úr Loftslagsatlas Veðurstofunnar.
  • Þróun á aðferðafræði við kortlagningu og uppfærslu korta.
  • Vöktun og mælingar á skilgreindum áhættustöðum, t.d. veðurstöðvar, mælingar í hliðum o.þ.h.
  • Tillaga að forgangsröðun aðgerða m.t.t. áhrifa loftslagsbreytinga á innviði og samgöngur.

Upplýsingar

Ábyrgðaraðili
Innviðaráðuneyti
Framkvæmd
Vegagerðin
Upphaf / Endir
2025
2029
Áætlaður kostnaður
Innan ramma fjárlaga
Staða aðgerðar
Í framkvæmd