B.3.7.

Viðkvæmni- og áhættumat viðkvæmra hópa

Greining á viðkvæmni og loftslagsáhættu mismunandi samfélagshópa, með áherslu á þá sem standa höllum fæti gagnvart afleiðingum loftslagsbreytinga. Markmiðið er að tryggja að aðlögunaraðgerðir og stefnumótun aðlögunar taki mið af félagslegu réttlæti, lýðheilsu og jafnrétti.

Verkþættir

Verkþættirnir hér að neðan útskýra helstu verkefni og skref sem mynda framkvæmd aðgerðanna.
  • Þróun aðferðafræði og skilgreiningviðkvæmra hópa í íslensku samhengi.
  • Söfnun og greining gagna um áhrifloftslagsbreytinga á heilsu, lífsgæði og öryggi þessara hópa.
  • Samráð við sveitarfélög,félagasamtök og stofnanir um viðbragðsáætlanir og forvarnir.

Upplýsingar

Ábyrgðaraðili
Félags- og húsnæðismálaráðuneyti
Framkvæmd
Liggur ekki fyrir
Upphaf / Endir
2026
2028
Áætlaður kostnaður
10 m. kr. á ári
Staða aðgerðar
Fyrirhugað