B.3.6.

Greining á kerfislægri áhættu

Ísland stendur frammi fyrir flókinni og sívaxandi loftslagsáhættu sem getur haft áhrif innan lands og þvert á landamæri, m.a. í gegnum hnattræn kerfi á borð við matvælakerfi, markaði með hrávöru, birgðakeðjur, fólksflutning, heilbrigðiskerfi og vistkerfi. Til að greina og meta slíkar áhættur á kerfisbundinn hátt er nauðsynlegt að þróa sértæka vísa sem byggja á nýjustu alþjóðlegu þekkingu og viðurkenndum skilgreiningum.

Aðgerðin felur í sér að þróa gagnlega vísa fyrir kerfislæga og þverþjóðlega loftslagsáhættu með hliðsjón af starfsemi ESB og IPCC, greina hvaða gögn þurfi til og hver beri ábyrgð á söfnun og greiningu þeirra. Unnið verður að því að samþætta niðurstöður verkefnisins við vinnu við áhættumat Íslands, ramma viðkvæmnigreiningar og starf vinnuhóps 2 skv. tillögu landsnefndar um vísindastarf.

Verkþættir

Verkþættirnir hér að neðan útskýra helstu verkefni og skref sem mynda framkvæmd aðgerðanna.
  •  Gerð verkefnislýsingar og/eðaútboðsgagna fyrir aðkeypta ráðgjöf, þar á meðal:
    1. samantekt sambærilegra vísa íöðrum löndum
    2.  þróun vísa í samræmi viðskilgreiningar á loftslagsáhættu þvert á landamæri og flokka í nýlegum skýrslum
    3. ábendingar um utanumhald,innleiðingu og rekstur vísanna (t.d. ferla og tækni í gagnasöfnun)
    4. kynningarefni og framsetningu vísaá aðgengilegan hátt
  • Kortleggja og flokka kerfislægarloftslagsáhættur sem geta haft áhrif á Ísland
  • Meta möguleg keðjuáhrif ílykilgeirum samfélagsins (t.d. matvæli, orka, heilbrigðismál, hagkerfi)
  • Samþætta greininguna við vinnuvinnuhóps 2 um áhrif, aðlögun og viðkvæmni
  • Nýta niðurstöður til að uppfæralandsáætlun um aðlögun og áhættumat
  • Samstarf stofnana og hagaðila uminnleiðingu og rekstur vísa, byggt á niðurstöðum ráðgjafa
  • Reglulegir verkfundir með ráðgjafa

Upplýsingar

Ábyrgðaraðili
Umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneyti
Framkvæmd
Veðurstofa Íslands
Upphaf / Endir
2026
2030
Áætlaður kostnaður
20 m. kr.
Staða aðgerðar
Í útfærslu