B.3.5.

Auka seiglu og viðnámsþrótt fjarskiptakerfa m.t.t. loftslagsbreytinga

Kortleggja þyrfti viðnámsþrótt eða seiglu fjarskiptakerfa m.t.t. til loftslagsbreytinga til að hægt sé að meta forgangsröðun aðgerða til að styrkja fjarskipti og takmarka líkur á fjarskiptarofi.

Aðgerðin er forsenda þess að hægt sé að bregðast við í tíma, áður en fyrirséðar loftslagsbreytingar valda alvarlegum röskunum. Þróa þyrfti aðferðafræði fyrir heildarkortlagningu áhættustaða sem væri forsenda forgangsröðunar mögulegra aðgerða til að draga úr líkum á fjarskiptatruflunum.

Aukaflokkar
No items found.

Verkþættir

Verkþættirnir hér að neðan útskýra helstu verkefni og skref sem mynda framkvæmd aðgerðanna.
  • Kortleggja svæði og innviðifjarskiptakerfa sem eru sérlega viðkvæm fyrir áhrifum og afleiðingumloftslagsbreytinga þar sem samþættuð eru inn m.a. gögn úr LoftslagsatlasVeðurstofunnar.
  • Þróun á aðferðafræði viðkortlagningu og uppfærslu, m.a. í vefsjá Fjarskiptastofu.
  • Gerð sviðsmynda og tillagna aðforgangsröðun aðgerða vegna mögulegra áhrifa loftslagsbreytinga á innviði ogfjarskiptaþjónustu.

Upplýsingar

Ábyrgðaraðili
Innviðaráðuneyti
Framkvæmd
Fjarskiptastofa
Upphaf / Endir
2026
2030
Áætlaður kostnaður
Liggur ekki fyrir
Staða aðgerðar
Fyrirhugað