
Kortleggja þyrfti viðnámsþrótt eða seiglu fjarskiptakerfa m.t.t. til loftslagsbreytinga til að hægt sé að meta forgangsröðun aðgerða til að styrkja fjarskipti og takmarka líkur á fjarskiptarofi.
Aðgerðin er forsenda þess að hægt sé að bregðast við í tíma, áður en fyrirséðar loftslagsbreytingar valda alvarlegum röskunum. Þróa þyrfti aðferðafræði fyrir heildarkortlagningu áhættustaða sem væri forsenda forgangsröðunar mögulegra aðgerða til að draga úr líkum á fjarskiptatruflunum.