B.3.1.

Samræmt verklag við gerð viðkvæmni- og áhættumats

Áhættu- og viðkvæmnimat Íslands ætti að snúa að beinum og óbeinum áhættum vegna loftslagsbreytinga auk þess sem sérstaklega er hugað að kerfislægum áhættum, s.s. áhættum þvert á landamæri og miðað að því að koma auga á tækifærin sem gætu falist í breyttu loftslagi.

Skapa þarf skýran ramma utan um framkvæmd viðkvæmni- og áhættumats Íslands til þess að tryggja að slíkt mat verði heildrænt, taki mið af mismunandi geirum og byggi á samræmdum upplýsingum og aðferðum. Sett verður fram tímalína sem rímar við tímalínu aðlögunaráætlunar Íslands, samræmd aðferðafræði, skilgreiningar og leiðbeiningar fyrir lykilgeira og sveitarfélög. Samhliða því verður lögð áhersla á að setja fram lykiláhættur og skilgreina lykilgeira íslensks samfélags ásamt því að meta hverjir beri ábyrgð á gerð viðkvæmni- og áhættumats hvers málaflokks.

Verkþættir

Verkþættirnir hér að neðan útskýra helstu verkefni og skref sem mynda framkvæmd aðgerðanna.
  • Skilgreina markmið viðkvæmni- ogáhættumats.
  • Útfæra nálgun við að skilgreina ogforgangsraða loftslagstengdum áhættum Íslands og tækifærum.
  • Skilgreina aðferðafræði sem verðurnotuð við framkvæmd viðkvæmni- og áhættumatsins.
  • Útlista ítarlega hvaða forsendurskal styðjast við.
  • Útlista samræmdar skilgreiningar áhugtökum.
  • Útfæra hvernig haga skal samráðivið gerð viðkvæmni- og áhættumats Íslands.
  • Skilgreina lykilgeira sem leggjaskal áherslu á, fyrst um sinn, hverjir bera ábyrgð á gerð viðkvæmni- ogáhættumats tiltekins geira, hverjir eiga að framkvæma það og hvenær.
  • Útfæra leiðbeiningar fyrirviðkvæmni- og áhættumat geira.
  • Útfæra leiðbeiningar sem hægt erað nýta til forgangsröðunar aðlögunaraðgerða sveitarfélaga.
  • Útbúa yfirlit yfir gagnagáttir oghvar nauðsynleg gögn liggja.
  • Greina gagnaeyður og tækifæri tilþess að leysa úr þeim.
  • Tímalína sett fram í samhengi viðtímalínu aðlögunaráætlunar Íslands.

Upplýsingar

Ábyrgðaraðili
Umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneyti
Framkvæmd
Veðurstofa Íslands
Upphaf / Endir
2025
2026
Áætlaður kostnaður
10 m.kr.
Staða aðgerðar
Í framkvæmd