B.2.3.

Samfélagslegt mat aðgerða

Þróa og innleiða samræmda aðferðafræði til að meta samfélagsleg áhrif aðlögunaraðgerða á mismunandi hópa og landsvæði. Markmiðið er að tryggja að aðlögunaraðgerðir stuðli að jafnrétti og réttlátri aðlögun.

Megináhersla verður lögð á að greina jákvæð og neikvæð áhrif aðgerða á lífsgæði, atvinnu og heilbrigði og hvernig þau dreifast eftir kynjum, aldurshópum og byggðarlögum.

Verkþættir

Verkþættirnir hér að neðan útskýra helstu verkefni og skref sem mynda framkvæmd aðgerðanna.
  • Val og þróun aðferðafræði.
  • Prófun á aðferðafræði í tilteknummálaflokkum og sveitarfélögum.
  • Úrvinnsla niðurstaðna og mótunleiðbeininga til notkunar í stefnumótun og áætlanagerð.

Upplýsingar

Ábyrgðaraðili
Umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneyti
Framkvæmd
Liggur ekki fyrir.
Upphaf / Endir
2026
2027
Áætlaður kostnaður
5 m.kr.
Staða aðgerðar
Fyrirhugað