B.2.1.

Færni- og hæfnispá fyrir íslenskan vinnumarkað

Færni- og hæfnispá á vinnumarkaði getur gegnt mikilvægu hlutverki þegar kemur að aðlögun að breytingum á vinnumarkaði sem m.a. má rekja til afleiðinga loftslagsbreytinga. Bein áhrif loftslagsbreytinga á vinnumarkað eru t.d. áhrif á kolefnisþungar atvinnugreinar og áhrif á atvinnugreinar þar sem veðurfar og lífríki hefur mikla þýðingu (landbúnaður, ferðamennska, sjávarútvegur). Bein áhrif eru einnig aukin eftirspurn eftir grænum störfum, sjálfbærum störfum o.þ.h. Óbein áhrif loftslagbreytinga varða t.d. þá hæfni og þá menntun sem fólk þarf að hafa á vinnumarkaði til að sinna störfum.

Hér er vert að nefna aukna eftirspurn eftir grænni tækniþekkingu og áhrif á vinnuumhverfi sem rekja má til hlýnunar/mengunar sem hafa áhrif á heilsu og framleiðni. Fjölgun reglugerða og alþjóðlegra skuldbindinga krefst einnig breytinga í stjórnun, rekstri og birgðakeðjum sem hafa áhrif á vinnumarkað. Færni- og hæfnispá er því áhrifarík aðlögunaraðgerð að loftslagsbreytingum þar sem hún gerir okkur kleift að greina hvaða nýja hæfni þarf á grænum vinnumarkaði og styður markvissa stefnumótun í menntun, nýsköpun og atvinnuþróun. Með því að auðkenna hættu- og tækifærasvæði dregur hún úr félagslegum áhrifum umbreytinga, eykur viðnámsþrótt samfélaga og tryggir að einstaklingar og atvinnulíf geti brugðist tímanlega og markvisst við breyttum aðstæðum.

Verkþættir

Verkþættirnir hér að neðan útskýra helstu verkefni og skref sem mynda framkvæmd aðgerðanna.
  • Lagt er til að tvæar færnispárverði unnar, skammtímafærnispá og langtímafærnispá.  
  • Skammtímafærnispá lítur tiltveggja ára og á að sýna framboð og eftirspurn vinnuafls eftir atvinnugreinum.Hagstofa Íslands hefur áður hafið grunnvinnu að slíku verkefni. AfurðHagstofunnar verður metin af sérfræðingum Vinnumálastofnunar sem gera greinfyrir stöðu á vinnumarkaði og hvers megi vænta til næstu tveggja ára sem gefurhagaðilum vinnumarkaðarins tækifæri til að aðlaga sínar þarfir að væntri stöðuá vinnumarkaði.  
  • Langtímafærnispá horfir til 15 áraog er ætlað að skýra þróun á vinnumarkaði hvað varðar menntun vinnuafls.Leitast er við að sýna ójafnvægi á milli framboðs og eftirspurnar vinnuaflseftir menntunarflokkum. Færnispáin mun reyna að varpa ljósi á samanburð áframboði og eftirspurn eftir menntun, menntunarsamsetningu atvinnugreina ogatvinnugreinasamsetningu þeirrar vinnu sem einstaklingar með ákveðna menntuninna af hendi. Slík spá hefur þegar komið út en engin frekari þróun hefur áttsér stað eða útgáfa (sjáhttps://hagstofa.is/utgafur/tilraunatolfraedi/faernispa-tt/). Mögulegt verðurað þróa og aðlaga færnispá út frá víðari skilgreiningum í samstarfi viðHagstofu Íslands. Birting langtímaspár verður gefin út af Hagstofu Íslands ánaðkomu Vinnumálastofnunar við mat á niðurstöðu.  

Upplýsingar

Ábyrgðaraðili
Félags- og húsnæðismálaráðuneyti
Framkvæmd
Hagstofa Íslands og Vinnumálastofnun
Upphaf / Endir
2026
2030
Áætlaður kostnaður
Liggur ekki fyrir
Staða aðgerðar
Fyrirhugað