B.1.3.

Efling þekkingar og getu heilbrigðiskerfisins til að bregðast við áhrifum loftslagsbreytinga og annarri heilbrigðisvá

Markmið aðgerðarinnar er að auka þekkingu og getu heilbrigðiskerfisins til að bregðast við áhrifum loftslagsbreytinga og öðrum tengdum heilsufarsógnum yfir landamæri. Samkvæmt Alþjóðaheilbrigðismálastofnuninni eru loftslagsbreytingar ein stærsta heilsufarsógnin sem mannkynið stendur frammi fyrir. Þær geta haft mikil áhrif á andlega, líkamlega og félagslega heilsu og líðan fólks með beinum og óbeinum hætti og þá einnig heilbrigðiskerfið. Sem dæmi um helstu ógnir eru afleiðingar af auknum styrk og tíðni veðuröfga (t.d. aurskriður, sjávarflóð, snjóflóð, stormar), smitbærir og ósmitbærir sjúkdómar og fólksflutningar. Reglugerð (ESB) 2022/2371 mælir fyrir um fyrirkomulag og skipulag til að samræma viðbúnað og viðbrögð við alvarlegum heilsuógnum yfir landamæri, þ.m.t. skýrslugerð um forvarnir, viðbúnað og viðbragðsáætlun. Reglugerðin felur Sóttvarnastofnun Evrópu að leggja mat á heilbrigðisviðbúnað landanna m.t.t. fjölda þátta, m.a. stjórnunar í aðgerðum og ástandi sem kalla á virkjun heilbrigðiskerfisins (health emergency management), súnum og öðrum umhverfisógnum, rannsóknargetu, vöktun alvarlegra heilbrigðisógna o.fl.

Áhrif loftslagsbreytinga á heilbrigðiskerfið geta verið umtalsverð vegna beinna og óbeinna áhrifa þeirra á heilsu og líðan fólks og lífsaðstæður hverju sinni (félags-, efnahags- og menningarlegar aðstæður, byggt og náttúrulegt umhverfi). Má í þessu samhengi m.a. nefna náttúruváratburði, s.s. aurskriður, sjávarflóð, snjóflóð auk annarra þátta, s.s. smitsjúkdóma, aukinnar tíðni og alvarleika ofnæmistilfella og öndunarfærasjúkdóma og annarra lýðheilsuógna vegna loftmengunar. Áhrif alvarlegra náttúruváratburða á heilbrigðiskerfið geta verið umtalsverð, t.a.m. fjöldi slasaðra og/eða veikra einstaklinga, áhrif á daglegan rekstur innviða (rafmagnsleysi, skortur á heitu og/eða köldu vatni, netsambandi, rof á samgöngum o.s.frv.) og álag tengt sálfélagslegri þjónustu í kjölfar atburða svo fátt eitt sé nefnt. Mikilvægt er að efla þekkingu heilbrigðisstofnana á mögulegum hættum af völdum loftslagsbreytinga í sínu heilbrigðisumdæmi, auka getu þeirra til þess að búa sig undir og bregðast við alvarlegum atburðum og auka þannig viðnámsþrótt þeirra. Samhliða skyldi vinna sams konar verkefni fyrir heilbrigðiskerfið á landsvísu til að tryggja samræmd viðbrögð á landsvísu og leggja mat á þær loftslagsbreytingar og atburði þeim tengdum sem geta valdið umfangsmiklu álagi á heilbrigðiskerfið. Í aðlögunaraðgerðum sem snúa að heilbrigðiskerfinu sem og öðrum aðlögunaraðgerðum er m.a. mikilvægt að huga að viðkvæmum og jaðarsettum hópum sem eru alla jafna líklegri til að standa hallari fæti gagnvart áhrifum loftslagsbreytinga.

Aðalflokkar

Verkþættir

Verkþættirnir hér að neðan útskýra helstu verkefni og skref sem mynda framkvæmd aðgerðanna.
  • Vinna aðgerðaáætlun.
  • Efla vitund og þekkingu íheilbrigðiskerfinu um áhrif loftslagsbreytinga á heilsu og líðan fólks.
  • Greina áhrif loftslagsbreytinga ogveðurtengdra atburða á heilsu og líðan fólks, öryggi og gæðiheilbrigðisþjónustu í heilbrigðisumdæmi, byggt á viðkvæmni- og áhættumati þarsem jafnframt er tekið tillit til getu samfélags til að takast á við óvæntaatburði. Í þessu felist m.a. greining á áfallaþoli heilbrigðis- ogfélagsþjónustu m.t.t. sálfélagslegs stuðnings í kjölfar svæðisbundinna atburðaog langtímaeftirfylgni.
  • Greining á langtímaáfallaþoli ogheildarviðbragðsgetu heilbrigðisþjónustu í landinu með áherslu á samfellu íþjónustu og eftirfylgd við einstaklinga og samfélög fyrir, á meðan og eftiralvarlega náttúruváratburði. 
  • Gerð heildstæðra viðbragðsáætlanaheilbrigðisstofnana m.t.t. niðurstaðna áhættu- og viðkvæmnimats í hverjuheilbrigðisumdæmi.  
  • Gerð viðbragðsáætlunar fyrirheilbrigðisþjónustu landsins í heild sinni, í samráði við Almannavarnir ogsóttvarnalækni. 
  • Efla rannsóknarvinnu og faglegasamantekt á þeim lærdómi sem draga má af sálfélagslegum áhrifum fyrri atburðatil að auka bæði skilning á þörfum samfélaga í kjölfar slíkra atburða ogáfallaþoli almennings til lengri tíma. 

Upplýsingar

Ábyrgðaraðili
Heilbrigðisráðuneyti
Framkvæmd
Embætti landlæknis í samvinnu við hlutaðeigandi aðila
Upphaf / Endir
2026
2030
Áætlaður kostnaður
Liggur ekki fyrir
Staða aðgerðar
Fyrirhugað