B.1.2.

Skilgreina og innleiða lýðheilsuvísa sem taka mið af loftslagsmálum og tryggja reglubundna vöktun þeirra

Aðgerðin miðar að því að fjölga lýðheilsuvísum og endurskoða gátlista heilsueflandi starfs til að auka hagnýtingu m.t.t. aðlögunaraðgerða í loftslagsmálum. Lýðheilsuvísar eru safn mælikvarða sem gefa vísbendingar um heilsu og líðan þjóðarinnar á hverjum tíma og stöðu ýmissa áhrifaþátta heilbrigðis. Þeim er ætlað að nýtast stjórnvöldum og öðrum til að greina stöðuna, finna styrkleika og áskoranir þannig að hægt sé að vinna með markvissum hætti að því að efla heilsu og líðan allra. Vísarnir eru gefnir út árlega á landsvísu, fyrir umdæmi og fjölmennustu sveitarfélögin í formi einblöðunga og í mælaborðum.

Aðlögunarþarfir geta verið ólíkar eftir svæðum og því er mikilvægt að mögulegt sé að greina viðeigandi vísa fyrir eins afmörkuð svæði og gögnin leyfa hverju sinni, líkt og er gert m.a. í gegnum Loftslagsatlas Íslands. Með því að efla gagnaöflun er mögulegt að greina fleiri vísa fyrir fleiri sveitarfélög og/eða greina hvern vísi nánar fyrir undirhópa (s.s. aldur, kyn, félags- og efnahagsleg staða). Þannig geta þeir nýst enn betur, m.a. við viðkvæmni- og áhættumat hverju sinni og til að greina þarfir viðkvæmra og jaðarsettra hópa svo hægt sé að mæta þeim betur í aðlögunaraðgerðum. Auk hefðbundinna lýðheilsuvísa nýtast gátlistar Heilsueflandi samfélags (HSAM), og vefkerfið sem hýsir þá, til að meta stöðu og framvindu umhverfis og aðstæðna sem ætlað er að stuðla að heilbrigðum lifnaðarháttum (s.s. virkum ferðamáta og hollu mataræði), heilsu og vellíðan allra. Samhliða því að fjölga hefðbundnum lýðheilsuvísum sem taka mið af loftslagsmálum er því gagnlegt að rýna gátlista HSAM með loftslagsgleraugum og einfalda notkun þeirra fyrir sem flest sveitarfélög. Áhersla verður á samlegðaráhrif í notkun listanna og notkun „Place Standard Tool“.

Aðalflokkar

Verkþættir

Verkþættirnir hér að neðan útskýra helstu verkefni og skref sem mynda framkvæmd aðgerðanna.
  • Taka saman stöðu þekkingar á vísumsem hafa þýðingu m.t.t. loftslagsbreytinga og heilsu og meta út frá því hvaðavísa vantar. Skoða í samhengi við m.a. velsældarvísa og aðra vísa.
  • Meta hvaða gögn eru til og hvaðagögn skortir til að skilgreina nýja vísa.
  • Skilgreina og birta fleiri vísaeftir því sem gögn leyfa.
  • Vinna með viðeigandi aðilum að þvíað afla þeirra gagna sem vantar, þ.m.t. efla gagnaöflun til að geta greintfleiri vísa fyrir fleiri sveitarfélög og/eða afmarkaðri svæði en nú er.
  • Áframhaldandi þróun mælaborðalýðheilsuvísa.
  • Endurskoða gátlista HSAM og tengtvefkerfi m.t.t. loftslagsbreytinga, með áherslu á að notkun þeirra verði hagnýtfyrir sem flest sveitarfélög.
  • Útbúa fræðsluefni sem styður viðnotkun lýðheilsuvísa og gátlista og fylgja innleiðingu þess eftir.

Upplýsingar

Ábyrgðaraðili
Heilbrigðisráðuneyti
Framkvæmd
Embætti landlæknis í samvinnu við hlutaðeigandi aðila.
Upphaf / Endir
2025
2029
Áætlaður kostnaður
Innan ramma
Staða aðgerðar
Í útfærslu