A.3.3.

Vöktun og áhættumat á sýklum og skaðvöldum í skógum

Aðgerðin miðar að því að bæta vöktun á skógarskaðvöldum og áhættugreiningu vegna meindýra og sjúkdóma í trjám, sem er lykilþáttur í árangursríkri innleiðingu á stefnu um fyrirbyggjandi aðgerðir og viðbragðsáætlanir í skógum.

Heilbrigðir skógar hafa meiri aðlögunarhæfni og þol gagnvart margvíslegum afleiðingum loftslagsbreytinga og draga þannig úr hættu á neikvæðum áhrifum frá ágengum meindýrum og sjúkdómum. Því eru heilbrigðir skógar betur í stakk búnir til að standast rask sem rekja má til loftslagsbreytinga. Auk þess eykur loftslagsbreyting líkurnar á að ný meindýr og plöntusjúkdómar nái fótfestu á Íslandi, sérstaklega þegar umhverfisálag veikir varnir trjáa. Ólíkt mörgum nágrannaríkjum hefur Ísland tiltölulega fáa náttúrulega óvini til að halda aftur af slíkum skaðvöldum, og plöntur landsins eru ekki aðlagaðar þessum ágengu tegundum. Þetta gerir íslenska flóru sérstaklega viðkvæma fyrir slíkum innrásum. Þessi vinna er því lykilatriði til að koma á fót öflugu, samræmdu kerfi til að vakta heilbrigði skóga og innleiða vísindalega rökstuddar áhættustýringaraðgerðir.

Verkþættir

Verkþættirnir hér að neðan útskýra helstu verkefni og skref sem mynda framkvæmd aðgerðanna.
  • Bætt og samræmt skráningar- ogvöktunarkerfi fyrir meindýr og sjúkdóma í skógum.
  • Áhættugreining vegnaskógarskaðvalda sem tekur til líkna á innflutningi og útbreiðslu og mögulegraáhrifa á íslenska skóga.
  • Mótun forvarna og viðbragðsáætlanabyggt á niðurstöðum áhættumats.

Upplýsingar

Ábyrgðaraðili
Umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneyti
Framkvæmd
Land og skógur
Upphaf / Endir
2027
2032
Áætlaður kostnaður
Innan ramma
Staða aðgerðar
Í útfærslu