A.3.2.

Loftslagsþolnari skógar með mati á aðlögunarhæfni og viðeigandi aðgerðum

Meta þarf aðlögunarhæfni helstu trjátegunda gagnvart líklegustu sviðsmyndum loftslagsbreytinga og gera áætlanir um innleiðingu erfðaefnis innan trjátegunda sem er betur aðlagað framtíðarloftslagi sem og mögulega nýjum áherslum í vali á trjátegundum til skógræktar.

Skoða þarf aðlögunarhæfni núverandi skóga, bæði náttúrulegra og gróðursettra og vinna tillögur um hvernig umhirðu og viðhaldi þeirra skuli háttað til að tryggja sem best þol gagnvart loftslagsbreytingum. Til grundvallar verða gerðar mælingar á núverandi kvæma- og klónatilraunum við mismunandi skilyrði á Íslandi og metnir sérstaklega einstakir þættir í líklegum sviðsmyndum loftslagsbreytinga sem hafa áhrif á aðlögun trjágróðurs, s.s. hitastigshækkun, hitasveiflur, úrkomumagn, úrkomusveiflur og ofsaveður á mismunandi árstímum.

Verkþættir

Verkþættirnir hér að neðan útskýra helstu verkefni og skref sem mynda framkvæmd aðgerðanna.
  • Greina hvað í sviðsmyndumloftslagsbreytinga hefur bein áhrif á aðlögun trjátegunda í íslenskri skógrækt.
  • Gera hættumat og meta þanþolmismunandi trjátegunda og staðarafbrigða þeirra til að þrífast í breyttuloftslagi.
  • Gera áætlanir umframtíðarnotkunarsvið trjátegunda í breyttu loftslagi og móta stefnu til aðmæta þeim áskorunum.
  • Gera kynbótaáætlun fyrir einstakartrjátegundir. Framkvæma úrval á erfðaefni sem hentar loftslagi framtíðarinnar,ágræða kynbótatré og setja upp í frægarða til að eiga tilbúinn aðlagaðanefnivið til skógræktar til lengri og skemmri tíma.
  • Þróa aðferðir og framkvæmatrjákynbætur í gróðurhúsi með það að markmiði að stytta kynslóðabil og getaþannig flýtt erfðaframförum í átt að betur aðlöguðum efnivið.
  • Gera rannsóknir á nýjumtrjátegundum, kvæmum og klónum sem þykja líkleg til að passa betur fyrirloftslag framtíðarinnar.
  • Gera leiðbeiningar um notkunerfðaefnis í skógrækt.
  • Gera leiðbeiningar um skipulag ogumhirðu skóga til aðlögunar loftslagsbreytingum.
  • Uppfæra íslenskan skógræktarstaðaltil samræmis við greiningar og niðurstöður.

Upplýsingar

Ábyrgðaraðili
Umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneyti
Framkvæmd
Land og skógur
Upphaf / Endir
2027
2030
Áætlaður kostnaður
Innan ramma
Staða aðgerðar
Í útfærslu