
Meta þarf aðlögunarhæfni helstu trjátegunda gagnvart líklegustu sviðsmyndum loftslagsbreytinga og gera áætlanir um innleiðingu erfðaefnis innan trjátegunda sem er betur aðlagað framtíðarloftslagi sem og mögulega nýjum áherslum í vali á trjátegundum til skógræktar.
Skoða þarf aðlögunarhæfni núverandi skóga, bæði náttúrulegra og gróðursettra og vinna tillögur um hvernig umhirðu og viðhaldi þeirra skuli háttað til að tryggja sem best þol gagnvart loftslagsbreytingum. Til grundvallar verða gerðar mælingar á núverandi kvæma- og klónatilraunum við mismunandi skilyrði á Íslandi og metnir sérstaklega einstakir þættir í líklegum sviðsmyndum loftslagsbreytinga sem hafa áhrif á aðlögun trjágróðurs, s.s. hitastigshækkun, hitasveiflur, úrkomumagn, úrkomusveiflur og ofsaveður á mismunandi árstímum.