A.3.1.

Efling áherslu á náttúrumiðaðar lausnir til að draga úr áhrifum loftslagsbreytinga

Aðgerðin felur í sér að efla náttúrumiðaðar lausnir með mótvægis- og aðlögunaraðgerðir í huga. Ekki liggur fyrir heildstæð greining á landsvísu á möguleikum til að nýta náttúrumiðaðar lausnir til aðlögunar að loftslagsbreytingum. Sú aðferðafræði sem til staðar er hvað varðar náttúrumiðaðar lausnir er að jafnaði miðuð við stöðvun jarðvegsrofs, endurheimt vistkerfa og sjálfbær landnýting en ekki hefur verið tekið tillit til aðlögunar að loftslagsbreytingum með markvissum og samræmdum hætti.

Hnignun gróðurs og jarðvegs hér á landi hefur leitt til taps á miklum hluta kolefnisforða landsins. Þá vegur losun gróðurhúsalofttegunda frá röskuðum vistkerfum þyngst í losunarbókhaldi Íslands. Aukinheldur getur hnignun dregið úr þanþoli vistkerfa. Náttúrumiðaðar lausnir geta bæði talist mótvægisaðgerðir (vegna kolefnisbindingar) og aðlögunaraðgerðir (vegna aukins þanþols). Opinberum fjármunum er veitt í náttúrumiðaðar lausnir, s.s. vernd og endurheimt vistkerfa, skógrækt og sjálfbæra nýtingu og aukinn áhugi er á slíkum aðgerðum meðal einkaaðila. Æskilegt er að forgangsraða fjármunum í þær náttúrumiðuðu lausnir sem mestan ávinning hafa m.t.t. eflingar þanþols vistkerfa og aðlögunar að loftslagsbreytingum samhliða kolefnisbindingu og eflingu líffræðilegrar fjölbreytni og hvetja jafnframt til einkafjármögnunar slíkra aðgerða.

Aukaflokkar

Verkþættir

Verkþættirnir hér að neðan útskýra helstu verkefni og skref sem mynda framkvæmd aðgerðanna.
  •  Greining hentugleika mismunandináttúrumiðaðra lausna:
    1. Vinna hentugleikagreiningu fyrirendurheimt vistkerfa, bæði votlendis og þurrlendis, þ.m.t. birkiskóga. Greintút frá landgerðum, landslagsheildum, eignarhaldi o.s.frv. Greining á hvaðhentar best hvar með áherslu á loftslagsbreytingar.
    2. Tengja við sjálfbæra landnýtingu íheild sinni og horfa til samfélagsávinnings, tengja ávinning atvinnulífs ogendurheimtar við aðlögun að loftslagsbreytingum.
    3. Greining á jafnaðarkostnaðieinstakra svæða.
  • Setja fram áætlun um framkvæmdir íforgangi til bestu náttúrumiðaðra mótvægis- og/eða aðlögunarlausna:  
    1. Kostnaðarmat á mögulegum aðgerðum út frá hentugleikagreiningu.
    2. Þarf að vera ítarleg og taka tillit til fleiri þátta, s.s.forgangsröðunar verkefna, samfellu, fjarlægðar o.s.frv. Æskilegt að nálgastsvæði út frá vatnasviðum og vinna á stærri skala, s.s. landslagskvarða ogskipuleggja endurheimt heildrænt.
    3. Æskilegt er að forgangsraðafjármunum í þær náttúrumiðuðu lausnir sem mestan ávinning hafa m.t.t. eflingarviðnámsþróttar vistkerfa og aðlögunar að loftslagsbreytingum samhliðakolefnisbindingu og eflingu fjölbreytni og hvetja jafnframt tileinkafjármögnunar slíkra aðgerða.
    4. Áætlanagerð við valin áherslusvæðisem byggir á hentugleika- og kostnaðargreiningu. Áhersla lögð á samstarf viðhagsmunaaðila, s.s. viðkomandi sveitarfélög og íbúa þess. Afurðin verðurfullbúið undirbúningsferli og áætlun sem hægt verður að nýta til áætlanagerðará landsvísu. Við aðferðafræði áætlanagerðar verður stuðst við SER-staðla umendurheimt vistkerfa.
    5. Framkvæmd einstakra verkþátta átilraunasvæði (Stóra-Tunga í Bárðardal). Á seinni þremur árum verkefnisinsverði ráðist í framkvæmd einstakra verkþátta aðlögunaráætlunar á afmörkuðusvæði þar sem aðstæður eru fjölbreyttar. Markmiðið er að samhliða framkvæmdverkþátta fáist hagnýt reynsla sem hægt er að nota til að þróa enn frekargreiningarvinnu, líkanagerð og aðferðafræði framkvæmda.
  • Þróa náttúrumiðaðar lausnir sem efla þanþol vistkerfa:
    1. Aðlögun aðferða náttúrumiðaðra lausna að áhrifum loftslagsbreytinga, s.s.flóða, hækkunar hitastigs, breytinga á úrkomumynstrum, áhrifa á líffræðileganfjölbreytileika o.fl.
    2. Svæðisbundin State and transition líkön fyrir mismunandi sviðsmyndirloftslagsbreytinga. Staðbundin greining á mögulegum áhrifum loftslagsbreytinga,tæki sem sveitarfélögin gætu notað við skipulag o.s.frv.

Upplýsingar

Ábyrgðaraðili
Umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneyti
Framkvæmd
Land og skógur
Upphaf / Endir
2027
2030
Áætlaður kostnaður
150 m. kr. á ári
Staða aðgerðar
Í útfærslu