A.2.8.

Markáætlun um náttúruvá

Auglýst verður eftir umsóknum og fjármagni úthlutað til rannsóknar- og nýsköpunarverkefna tengdum náttúruvá. Náttúruvá getur verið margvísleg og loftslagsbreytingar hafa nú þegar aukið og munu áfram auka náttúruvá á Íslandi sem getur komið fram í öfgakenndara veðurfari, skriðum, flóðum og fleiru sem hefur mikil áhrif á samfélög og innviði.

Mikilvægt er að undirbúa íslenskt samfélag sem best og byggja stefnumótun og aðgerðir á rannsóknum og nýjustu þekkingu. Lagt er til að úthluta 500–600 milljónum króna til samstarfsverkefna rannsóknastofnana og fyrirtækja á breiðum þekkingarlegum grundvelli þar sem litið verður til þverfaglegs samstarfs. Áhersla er lögð á víðtækt samstarf og miðlun niðurstaðna.

Verkþættir

Verkþættirnir hér að neðan útskýra helstu verkefni og skref sem mynda framkvæmd aðgerðanna.
  • Mótun auglýsingar -  Vor 2025 – Stjórn markáætlunar í samstarfi við hagaðila
  • Umsókna- og úthlutunarferli – Haust 2025 – Rannís og stjórn markáætlunar
  • Verkefni hefjast – Vetur 2025/2026 – Styrkþegar
  • Eftirfylgni og þekkingaryfirfærsla/innleiðing – 2026-2028 – Styrkþegar/stjórnvöld

Upplýsingar

Ábyrgðaraðili
Menningar-, nýsköpunar- og háskólaráðuneyti
Framkvæmd
Stjórn markáætlunar og Rannís
Upphaf / Endir
2025
2026
Áætlaður kostnaður
500-600 m. kr á ári
Staða aðgerðar
Í framkvæmd