A.2.6.

Veðuröfgar: kortlagning og greiningar

Ýmis gögn sem Veðurstofan safnar, bæði athuganir og veðurlíkanaútreikninga, má nýta til að greina betur og kortleggja ofsaveður og óvenjulegt veður. Við slíka vinnu þarf oft að nota aðra aðferðafræði en við hefðbundinna veðurúrvinnslu sem og að vinna með aðra tímakvarða.

. Þessi vinna fellur því ekki undir hefðbundna úrvinnslu en eflir hana. Í sumum tilvikum getur þurft að vinna þvert á fög, t.d. veður og vatn, og jafnvel stofnanir.

Aukaflokkar

Verkþættir

Verkþættirnir hér að neðan útskýra helstu verkefni og skref sem mynda framkvæmd aðgerðanna.
  • Úrvinnsla á úrkomumælingum meðáherslu á ofsaúrkomu, sett í samhengi við 1M5 vinnu. 
  • Reikna staðlað úrkomuábendi (t.d.SPI) í nær-rauntíma (tengt verkefni Vatn: úrvinnsla mæligagna, rannsóknir ogþróun). Nýtist fyrir mat á gróðureldahættu en líka til að meta almennt hvortúrkoma sé óvenjuleg yfir styttra eða lengra tímabil, nýtist vatnahóp VeðurstofuÍslands við sína vinnu. 
  • Kortlagning ofsaveðurs. Afurð semsýnir svæði sem eru merkt eftir því hvers konar ofsaveður hefur áhrif. 
  • Greining á rauðum veðurviðvörunumsem er skilað á ytri vef, og notast við aðferðafræði hollensku veðurstofunnar(KNMI). 
  • Kortlagning óvenjulegs veðurlags,t.d. kuldatímabila, úrkomu- eða þurrkatímabila.

Upplýsingar

Ábyrgðaraðili
Umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneyti
Framkvæmd
Veðurstofa Íslands
Upphaf / Endir
2027
2029
Áætlaður kostnaður
22 m.kr á ári.
Staða aðgerðar
Í útfærslu