A.2.4.

Grunnvatn: úrvinnsla mæligagna, rannsóknir og þróun

Mikilvægt er að greina hvaða áhrif loftslagsbreytingar kunna að hafa á grunnvatnsauðlindir framtíðarinnar. Samspil loftslagsbreytinga og aukinnar eftirspurnar eftir grunnvatni kallar á heildstæða yfirsýn og kerfisbundna vöktun. Veðurstofan rekur í dag aðeins tvo virka grunnvatnsmæla, en þarf að hafa aðgang að víðtæku neti slíkra mæla til að öðlast áreiðanlega mynd af þróun og nýtingu vatnsauðlindarinnar.

Loftslagsbreytingar hafa áhrif á hringrás vatns og geta dregið úr endurnýjun grunnvatns, sem eykur óvissu um sjálfbæra nýtingu. Nauðsynlegt er að byggja upp þekkingu á stöðu grunnvatns um land allt, vakta breytingar á magni og notkun og leggja mat á hvort verið sé að ganga á auðlindina. Niðurstöður nýtist sem hluti af endurskoðun vatnaáætlunar Íslands og við gerð framtíðaráætlana um nýtingu og vernd vatnsauðlinda.

Aukaflokkar

Verkþættir

Verkþættirnir hér að neðan útskýra helstu verkefni og skref sem mynda framkvæmd aðgerðanna.
  • Taka saman þau grunnvatnsgögn semtiltæk eru á landsvísu 
  • Styrkja grunnvatnsvöktunarkerfiðog tengja það við aðlögunaráætlanir í loftslagsmálum. 
  • Tengja vatnafarslíkön viðgrunnvatnsmælingar svo unnt sé að fá heildstæðari mynd af þróun grunnvatns meðloftslagsbreytingum  

Upplýsingar

Ábyrgðaraðili
Umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneyti
Framkvæmd
Veðurstofa Íslands
Upphaf / Endir
2026
2029
Áætlaður kostnaður
22 m. kr á ári, mat á heildarkostnaði liggur ekki fyrir.
Staða aðgerðar
Í útfærslu