
Sjávarstaða verði álíka vel vöktuð og spáð eins og gert er við aðra þætti sem taka munu breytingum vegna loftslagsbreytinga, s.s. hita og úrkomu. Samfélagslegt mikilvægi þess er óumdeilt. Sjávarstaða hverju sinni verður þekkt og einnig þróun helstu áhrifaþátta. Spá um sjávarhæð verði af álíka gæðum og fyrir hita, vind og úrkomu í veðurlíkönum.
Vinna að framsetningu vöktunargagna um sjávarstöðu og úrvinnsla á þeim. Verið er að byggja upp mælinet fyrir langtímavöktun sjávarstöðu. Gera þarf mælingarnar aðgengilegar í gagnagátt og vinna þarf úr þeim eftir framvindu. Tengja þarf langtímaþróun við breytingar á ísmassa, landhæðarbreytingar og sjávarstöðu. Þá þarf að bæta líkanareikninga svo hægt sé að spá fyrir um sjávarflóðavá með nokkurra daga fyrirvara.