A.2.3.

Sjávarstaða: úrvinnsla mæligagna, rannsóknir og þróun

Sjávarstaða verði álíka vel vöktuð og spáð eins og gert er við aðra þætti sem taka munu breytingum vegna loftslagsbreytinga, s.s. hita og úrkomu. Samfélagslegt mikilvægi þess er óumdeilt. Sjávarstaða hverju sinni verður þekkt og einnig þróun helstu áhrifaþátta. Spá um sjávarhæð verði af álíka gæðum og fyrir hita, vind og úrkomu í veðurlíkönum.

Vinna að framsetningu vöktunargagna um sjávarstöðu og úrvinnsla á þeim. Verið er að byggja upp mælinet fyrir langtímavöktun sjávarstöðu. Gera þarf mælingarnar aðgengilegar í gagnagátt og vinna þarf úr þeim eftir framvindu. Tengja þarf langtímaþróun við breytingar á ísmassa, landhæðarbreytingar og sjávarstöðu. Þá þarf að bæta líkanareikninga svo hægt sé að spá fyrir um sjávarflóðavá með nokkurra daga fyrirvara.

Aukaflokkar

Verkþættir

Verkþættirnir hér að neðan útskýra helstu verkefni og skref sem mynda framkvæmd aðgerðanna.
  • Mælinet átta stöðva sem skilarniðurstöðum í gagnagrunn og opna vefsjá í rauntíma (tengt gagnagátt umnáttúruvá og loftslagsáhættu) 
  • Regluleg úrvinnslamælinga  
  • Keyrsluhæft líkan sem nota má tilað spá fyrir um sjávarhæð með nokkurra daga fyrirvara 
  • Reglubundnar spákeyrslur.

Upplýsingar

Ábyrgðaraðili
Umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneyti
Framkvæmd
Veðurstofa Íslands
Upphaf / Endir
2026
2029
Áætlaður kostnaður
22 m. kr. á ári
Staða aðgerðar
Í útfærslu