A.2.2.

Vatn: úrvinnsla mæligagna, rannsóknir og þróun

Heildarmarkmið er uppsetning og kvörðun vatnafarslíkans fyrir landið allt. Líkanið er svo nýtt ásamt framtíðarsviðsmyndum loftslagsbreytinga til þess að greina áhrif loftslagsbreytinga á vatnafar til framtíðar, með áherslu á náttúruvá vegna flóða og þurrka, en einnig áhrif á vatnsbúskapinn sem er grunnur að nýtingu og verndun vatns. Líkanið verður auk þess nýtt til þess að spá fyrir um rennsli í rauntíma og nýtist því til þess að bæta flóðavöktun Veðurstofunnar og efla viðbragð og viðnámsþrótt samfélagsins. Hægt verður að nálgast líkanareiknað rennsli í gegnum gagnagátt fyrir náttúruvá.

Uppsetning og kvörðun vatnafarslíkana ásamt mælingum á vatnsbúskap er forsenda þess að geta spáð fyrir um og lagað sig að þeim breytingum sem kunna að verða á vatnafari með loftslagsbreytingum. Loftslagsbreytingar geta haft áhrif á tíðni, stærð og tímasetningu flóða, en geta að sama skapi haft áhrif á þurrka. Mikilvægt er að greina þær breytingar sem vænta má að frekari loftslagsbreytingar hafi á flóðavá, svo unnt sé að taka tillit til þeirra í allri ákvarðanatöku og viðbragði; hvort sem snýr að vörnum gegn flóðum, hönnun innviða eða skipulagsáætlunum. Auk þess þarf að horfa á vatnsauðlindina í heild og leggja mat á áhrif loftslagsbreytinga til framtíðar á nýtingu og verndun vatns. Unnið verður í nánum tengslum við verkefnið um gagnagátt fyrir náttúruvá með áherslu á vatns- og sjávarflóð og þróun Loftslagsatlass sem setur fram loftslagsáhættu, byggt á samspili slíkra gagna og loftslagssviðsmynda.

Aukaflokkar

Verkþættir

Verkþættirnir hér að neðan útskýra helstu verkefni og skref sem mynda framkvæmd aðgerðanna.
  • Vatnafarslíkaniðkvarðað fyrir 10–15 vatnasvið á ári 
  • Vatnafarslíkan settupp fyrir landið allt, þ.e.a.s. mæld og ómæld vatnasvið, fyrir loktímabils 
  • Líkanareikningarkeyrðir fyrir síðustu þrjá mánuði á þriggja mánaða fresti og þeir afhentir íformi rennslisraða í gegnum gagnagátt fyrir náttúruvá
  • Rennsli líkana reiknaðí rauntíma (á milli líkanareikninga sem gerðir eru á þriggja mánaða fresti) meðþví að nýta gögn úr Harmonie-veðurspá til viðbótar við CARRA-endurgreininguna 
  • Setja upp flóðaspásem keyrir daglega fyrir þekkt flóðasvæði  
  • Greina breytingar átíðni, stærð og tímasetningu flóða með loftslagsbreytingum 
  • Greina breytingar álágrennsli og vatnsþurrðum með breytingum á vatnsbúskap vegna áhrifaloftslagsbreytinga 
  • Búa til þurrkaspá,eða rauntímakortlagningu á svonefndum SPI-stuðli (standardized precipitationindex) sem gefur til kynna hversu líklegt er að framundan séþurrkatímabil 
  • Greina breytingar áSPI með áhrifum loftslagsbreytinga, þ.e. greina breytingar á þurrkum meðbreyttu loftslagi 

Upplýsingar

Ábyrgðaraðili
Umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneyti
Framkvæmd
Veðurstofa Íslands
Upphaf / Endir
2026
2029
Áætlaður kostnaður
11 m. kr. á ári
Staða aðgerðar
Í útfærslu