A.2.1.

Efling vöktunar og eftirlits vegna náttúruvár

Markmið verkefnisins er að efla og uppfæra mælanet til vöktunar á veður- og náttúruvá og til upplýsinga fyrir gerð hættumats og þróun afurða sem spá fyrir um náttúruvá. Áhersla verður lögð á mælakerfi sem styrkja vöktun í tengslum við áhrif loftslagsbreytinga á náttúruvá. Má þar nefna úrkomumæla, grunnvatnsmæla, vatnshæðarmæla, jarðvegsrakamæla og mælakerfi til vöktunar á skriðuhættu.

Mælingar eru undirstaða vöktunar, eftirlits og viðbragða við náttúruvá og einnig við gerð hættumats vegna náttúruvár, bæði langtíma og skammtíma. Mælingar eru mikilvæg inntaksgögn inn í reiknilíkön fyrir spár um veður- og náttúruvá, bæði skammtíma- og langtímaspár, sem leggja grunn að viðbrögðum og bættu öryggi almennings og eigna. Mælingar eru jafnframt nauðsynleg inntaksgögn í gerð hættumats, sem er mikilvægur þáttur í skynsamlegu skipulagi sem er ein besta forvörnin gagnvart náttúruvá. Mælingar eru undirstaða rannsókna á náttúruvá og forboðum hennar. Mælingar eru því lykilþáttur í að auka viðnámsþrótt samfélagsins gagnvart náttúruvá. Mæla og tengda upplýsingatækniinnviði þarf að reka og endurnýja með reglubundnum hætti til að þeir standist tækniþróun og -kröfur hvers tíma.

Verkþættir

Verkþættirnir hér að neðan útskýra helstu verkefni og skref sem mynda framkvæmd aðgerðanna.
  • Þarfagreining um nauðsynlegavöktun á náttúruvá og áhrifum loftslagsbreytinga 
  • Uppsetning 10 grunnvatnsmæla skv.þarfagreiningu 
  • Uppsetning/endurnýjunvatnshæðarmæla skv. þarfagreiningu og forgangsröðun 
  • Uppsetning/endurnýjun úrkomumælaog snjómælinga þar sem við á skv. þarfagreiningu og forgangsröðun 
  • Uppsetning/endurnýjunjarðvegsrakamæla skv. þarfagreiningu og forgangsröðun 
  • Uppsetning/endurnýjun veðurstöðva,þ.m.t. talið skýjahæða- og skyggnismæla, skv. þarfagreiningu ogforgangsröðun 
  • Uppsetning/endurnýjun mælitækjatil vöktunar á skriðu- og krapaflóðahættu skv. þarfagreiningu ogforgangsröðun  

Upplýsingar

Ábyrgðaraðili
Umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneyti
Framkvæmd
Veðurstofa Íslands
Upphaf / Endir
2025
2029
Áætlaður kostnaður
150 m. kr á ári
Staða aðgerðar
Í útfærslu