
Markmið verkefnisins er að efla aðlögunargetu við loftslagsbreytingar með því að þróa samræmdan gagnagrunn og aðferðafræði um rannsóknir og vöktun á náttúrulegum vistkerfum. Safnað verður saman gögnum, þau stöðluð og birt í aðgengilegri miðlægri gagnaveitu. Unnin verður rannsóknar- og vöktunaráætlun fyrir lykilþætti í íslenskri náttúru sem viðkvæmir eru fyrir loftslagsbreytingum.
Þetta stuðlar að samþættri stefnumótun og eftirliti með áhrifum loftslags á vistkerfi.