
Verkefnið miðar að þróun spálíkana fyrir útbreiðslu tegunda og búsvæða með það að markmiði að styðja við náttúruvernd, stefnumótun og skipulag landnotkunar.
. Með því að nýta líkön er hægt að greina mögulegar breytingar á útbreiðslu tegunda vegna loftslagsbreytinga og meta seiglu (e. resilience) vistkerfa og svæða. Þannig veitir verkefnið mikilvægar upplýsingar sem nýtast við aðlögun að loftslagsbreytingum, bæði í verndaráætlunum og ákvarðanatöku um landnýtingu.