A.1.3.

Spálíkön fyrir útbreiðslu tegunda og búsvæða undir mismunandi loftlagssviðsmyndum

Verkefnið miðar að þróun spálíkana fyrir útbreiðslu tegunda og búsvæða með það að markmiði að styðja við náttúruvernd, stefnumótun og skipulag landnotkunar.

. Með því að nýta líkön er hægt að greina mögulegar breytingar á útbreiðslu tegunda vegna loftslagsbreytinga og meta seiglu (e. resilience) vistkerfa og svæða. Þannig veitir verkefnið mikilvægar upplýsingar sem nýtast við aðlögun að loftslagsbreytingum, bæði í verndaráætlunum og ákvarðanatöku um landnýtingu.

Verkþættir

Verkþættirnir hér að neðan útskýra helstu verkefni og skref sem mynda framkvæmd aðgerðanna.
  • Tegundalíkön (e. SpatialDistribution Models) fyrir valdar tegundir til að spá fyrir umframtíðarútbreiðslu
  •  Líkanagerð fyrir búsvæði oggreining á landsvæðum
  •  Þjálfun, miðlun og opinn aðgangurað niðurstöðum

Upplýsingar

Ábyrgðaraðili
Umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneyti
Framkvæmd
Náttúrufræðistofnun (leiðir), Land og Skógur, Veðurstofa Íslands og mögulega fleiri.
Upphaf / Endir
2028
2032
Áætlaður kostnaður
20 m. kr á ári
Staða aðgerðar
Í útfærslu