A.1.2.

Grunnkortlagning tegunda, vistgerða, jarðvegs, jarðgrunns og berggrunns

Aðgerðin miðar að því að byggja upp samræmd landupplýsingagögn um búsvæði, jarðfræði, jarðveg og útbreiðslu loftslagsnæmra tegunda til að styðja við aðlögun að loftslagsbreytingum.

Kortlagningin mun gera stjórnvöldum kleift að greina vistkerfi og svæði í hættu, forgangsraða verndaraðgerðum og innleiða viðbragðsáætlanir gegn framandi tegundum sem geta breiðst út með hlýnandi loftslagi. Gagnasafnið verður nýtt í stefnumótun um náttúruvernd, landnotkun og áhættumat vegna loftslagsbreytinga.

Aukaflokkar

Verkþættir

Verkþættirnir hér að neðan útskýra helstu verkefni og skref sem mynda framkvæmd aðgerðanna.
  • Kortlagning búsvæða á landi og íferskvatni með áherslu á kolefnisrík og viðkvæm búsvæði
  • Jarðvegskortlagning sem grunngögntil að meta svæði viðkvæm fyrir þurrki, gróðureldum og eyðingu jarðvegs
  • Jarðfræðileg kortlagning meðáherslu á svæði sem bregðast hratt við loftslagsbreytingum (s.s. rofsvæði,sífreri, söguleg skriðusvæði)
  • Útbreiðslukortlagning tegunda semviðkvæmar eru fyrir loftslagsbreytingum með áherslu á válistategundir ogframandi tegundir
  • Útgáfa GIS-laga og tæknilegrarleiðbeiningar fyrir nýtingu gagna í skipulagi og náttúruvernd

Upplýsingar

Ábyrgðaraðili
Umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneyti
Framkvæmd
Náttúrufræðistofnun (leiðir), Veðurstofa Íslands, Land og Skógur, Hafrannsóknarstofnun, ÍSOR
Upphaf / Endir
2027
2032
Áætlaður kostnaður
110 m. kr á ári
Staða aðgerðar
Í framkvæmd