A.1.1.

Vöktun og mat á áhrifum loftslagsbreytinga á íslenska náttúru

Aðgerðin byggir upp grunn fyrir langtímavöktun vistkerfa og mat á viðkvæmni þeirra gagnvart loftslagsbreytingum og súrnun sjávar.

Með því að koma upp neti vöktunarstaða og framkvæma áhættumat vegna loftslagstengdra þátta (s.s. hitabreytinga, þurrka, sjávarhæðarhækkunar, sífrera og framandi tegunda) er markmiðið að greina snemmbær merki um breytingar í náttúru og styðja við stefnumótun, mótvægisaðgerðir, verndaráætlanir og aðlögun í landnotkun. Einnig að koma upp sjálfvirku kerfi til þess að fylgjast með breytingum á jökullónum út frá gervitunglamyndum Kóperníkusaráætlunarinnar.

Aukaflokkar
No items found.

Verkþættir

Verkþættirnir hér að neðan útskýra helstu verkefni og skref sem mynda framkvæmd aðgerðanna.
  •       Uppbygging langtímavöktunarreita ílykilbúsvæðum á landi
  •       Kerfisbundin vöktun ávistfræðilegum breytum
  •       Sjálfvirk vöktun ágervitunglamyndum
  •       Áhættumat og viðkvæmni vistkerfagagnvart loftslagstengdum ógnum
  •       Samantekt niðurstaðna og útgáfa

Upplýsingar

Ábyrgðaraðili
Umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneyti
Framkvæmd
Náttúrufræðistofnun Íslands (leiðir), Hafrannsóknastofnun, Land og skógur, Veðurstofa Íslands.
Upphaf / Endir
2028
2032
Áætlaður kostnaður
100 m. kr á ári
Staða aðgerðar
Í framkvæmd