
Aðgerðin byggir upp grunn fyrir langtímavöktun vistkerfa og mat á viðkvæmni þeirra gagnvart loftslagsbreytingum og súrnun sjávar.
Með því að koma upp neti vöktunarstaða og framkvæma áhættumat vegna loftslagstengdra þátta (s.s. hitabreytinga, þurrka, sjávarhæðarhækkunar, sífrera og framandi tegunda) er markmiðið að greina snemmbær merki um breytingar í náttúru og styðja við stefnumótun, mótvægisaðgerðir, verndaráætlanir og aðlögun í landnotkun. Einnig að koma upp sjálfvirku kerfi til þess að fylgjast með breytingum á jökullónum út frá gervitunglamyndum Kóperníkusaráætlunarinnar.